Jólamarkaður Grasrótar

0
83

Á laugardaginn geta Akureyringar og gestir bæjarins komið á jólamarkað Grasrótar þar sem til sýnis og sölu verður fjölbreytt handverk og hönnun, kökur og keramik, hnífar og heilsuvörur, notað og nýtt og margt fleira.

Askar

Volcano design verður með Pop-up verslun á staðnum, boðið verður upp á kakó og smákökur.

Grasrótarfélagar verða með opnar vinnustofur og ýmislegt verður gert til að halda uppi aðventustemmningunni.

 

 

Markaðurinn verður haldinn í húsnæði Grasrótar, Hjalteyrargötu 20 frá kl. 12-18, laugardaginn 8. desember. Athugið að markaðurinn verður aðeins haldinn þetta eina skipti.

Félagið Grasrót – Iðngarðar og nýsköpun var stofnað árið 2009 og hefur það hlutverk að vera vettvangur fyrir alla sem vilja koma saman og vinna að skapandi verkefnum á sviði lista, hönnunar, iðnaðar, þjónustu og menningar. Félagið rekur Iðngarða í húsi sem áður hýsti skrifstofur Slippsins og þar hafa yfir  20 einstaklingar starfsaðstöðu og nokkur félagasamtök. Markmið iðngarðanna er að stuðla að skapandi samfélagi og styðja við frumkvöðla og atvinnusköpun.

Allir geta orðið félagar í Grasrót og allir geta komið og fengið aðstöðu til lengri eða skemmri tíma séu verkefnin þess eðlis að falla að starfemi og markmiðum félagsins.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum grasrot.is