Jólamarkaðsdagur á Laugum í dag

0
235

Í dag sunnudaginn 27. nóvember verður sannkölluð jólamarkaðsstemning á Laugum í Reykjadal. Opið verður frá kl. 11-18 á eftirtöldum stöðum.

Vörur úr Vallakoti
Vörur úr Vallakoti

Í Listasmiðjunni á Laugum, Breiðanesi, verður ilmandi jólastemning, jólaglögg og piparkökur. Þar ætla Sigurgeir á Völlum, Gunna í Kvígindisdal, Magga Höskuldsdóttir, Anita Karin og Berta María að vera með ýmsa listmuni til
sölu.

Í Matarskemmunni (gengt Kjarna) verða til sölu vörur frá Vallakotsbúinu og Línubakkelsi. Smakk og heitt á könnunni.

Fínu frúrnar verða í jólastuði í kaffistofu Laugafisks með heitt á könnunni og ýmislegt til sölu.

Verið hjartanlega velkomin.