Jólalag Arnþórs komið í úrslit á Rás 2

0
149

Rás 2 auglýsti eftir nýjum jólalögum í Jólalagakeppni Rásar 2 í nóvember. Alls bárust tæplega 50 lög í keppnina en sérstök dómnefnd hefur nú valið tíu þeirra sem keppa munu til úrslita. Arnþór Þórsteinsson frá Vallakoti í Reykjadal á eitt laganna sem er komið í úrslit og nefnist það einfaldlega “Jólalag”. Lag og texti er framsamið af Arnþóri sem hann syngur sjálfur.

Arnþór Þórsteinsson
Arnþór Þórsteinsson

“Þetta er nokkurskonar fjölskylduverkefni. Ég samdi þetta lag til barnanna minna í fyrra og systir mín Indíana og Þórgnýr Valþórsson kláruðu lagið svo með mér í sameiningu í haust” sagði Arnór í spjalli við 641.is. Í október sl. komum við, Indíana systir og Þórgnýr Valþórsson saman og upp kom sú hugmynd að klára lagið og gera það hæft til útvarpsspilunar. Við lukum við lagið og það var svo tekið upp hjá Alex í stúdíó FLEX í Reykjavík. Lokið var við hljóðblöndun og eftirvinnslu í síðustu viku og það var svo sent inn í jólalagakeppni Rásar 2. Okkur til aðstoðar fengum við úrval af tónlistarfólki úr Þingeyjarsýslu til þess að gera lagið sem best. Pétur Ingólfssson tónlistarkennari var okkur til aðstoðar í stúdíóinu. Jan Alavere tónlistarkennari spilar á fiðlu í laginu og systur Arnþórs, þær Indíana og Hanna ásamt Valdís Jósefsdóttur, syngja bakraddir.  Bóas Gunnarsson spilar á gítar og Þórgnýr Valþórsson spilar á klukkuspil og slagverk.  Einnig komu þeir Valþór Brynjarsson og Brynjar Valþórsson að upptökum á laginu. Haraldur Sverrisson stjórnaði svo upptökum á laginu.

“Já, það kom mér skemmtilega á óvart að lagið skyldi komast í úrslit þeirra 10 bestu og ég er ákaflega glaður með það”, sagði Arnór Þórsteinsson í spjalli við 641.is í morgun.

Dagana 3. – 13. desember munu úrslitalögin hljóma á Rás 2 auk þess að vera aðgengileg á vef Rásar 2, þar sem landsmenn geta kosið sitt uppáhaldslag. Föstudaginn 13. desember verður loks tilkynnt hvaða lag sigrar og verður útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2013.

Hér er hægt að hlusta á Jólalag Arnþórs og taka þátt í kosningunni í leiðinni. 

jolalagakeppni-ras2-2012-topbanner-2