Jólahúsið Holtakot

0
152

Það er gaman að keyra um sveitirnar og sjá hvað fólk er duglegt að setja upp jólaljós. Jólaljósin njóta sín svo vel í sveitinni, þar sem hver ljósapera fær að njóta sín og skína skær. Eins er það með okkur  mannfólkið í fámenninu, hver einstaklingur svo miklu máli og hver og einn fær að njóta sín, eins og hann er.  Á sumum bæjum er einföld ljósakeðja sem þó er óskaplega látlaus og falleg, svo eru aðrir sem blanda saman litum, perustærðum og bæta svo við hreindýrum, snjóköllum eða jólasveinum það er fjörugt ýmyndunaraflið sem fólk gefur lausan taumin og er það gott, allur þessi margbreytileiki er skemmtilegur. En sennilega eru flestir sammála um að Holtakot í gamla Ljósavatnshreppi sker sig úr, enda af mörgum kallað ,,Jólahúsið,, bæði af sveitungum og  íbúum austan Fljótsheiðar og alla leið austur á firði.

Hotlakot í desember 2012
Holtakot í desember 2012

 

 

 

 

 

Þórhallur Ragnarsson í Holtakoti hefur skreytt Holtakot með svipuðu sniði núna í um 17 ár, það eru margir sem bíða spenntir eftir að ljósin þar verði kveikt á hverju ári.