Jólaball í Skjólbrekku

0
213

Barnaball Kvenfélags Mývatnssveitar var haldið 5. janúar sl. í Skjólbrekku. Til stóð að halda það laugardaginn 29. des en ballinu var frestað vegna veðurs. Á barnaballið mættu rétt um 60 manns. Ingibjörg Hjördís tónlistarkennari stjórnaði söng við undirleik Bóasar Gunnarssonar á gítar. Að sjálfsögðu mættu Gáttaþefur og Stekkjastaur úr Dimmuborgum, enda stutt fyrir þá að fara. Að vanda buðu kvenfélagskonur upp á glæsilegt kaffihlaðborð og kakó. Kolbrún Ívarsdóttir tók meðfylgjandi myndir.

Grímstungusystur, Aþena Lind, París Anna, Apríl Ósk, Perla Marý, Atlanta Dís.
Grímstungusystur, Aþena Lind, París Anna, Apríl Ósk, Perla Marý, Atlanta Dís. Mynd: Kolbrún Ívarsdóttir.

 

Gáttaþefur og Stekkjastaur ræða við börnin
Gáttaþefur og Stekkjastaur ræða við börnin
Gáttaþefur skemmti sér vel í Skjólbrekku.
Gáttaþefur skemmti sér vel í Skjólbrekku.