Jökulsá á Fjöllum – Ferðamenn í stórhættu við Selfoss

0
300

Hörður Jónasson bílstjóri hjá Fjallasýn sendi 641.is meðfylgjandi myndir af Selfossi í Jökulsá á Fjöllum. Búið er að teikna rauða ör inn á fyrstu myndina sem bendir á slóð eftir ferðafólk og væntanlega bílstjóra og eða leiðsögumann þess sama hóps, þar sem gengið er á snjó og á klakabrú sem nær marga metra út frá bakkanum og út á beljandi Jökulsá á Fjöllum alveg við vesturbrún Selfoss. Jökulsá á Fjöllum rennur þarna undir í kvíslum og því ótrúlegt að nokkur vitiborinn maður skuli voga sér þarna út á.

Selfoss. Örin bendir á staðinn þar sem ferðamenn höfðu gengið. Mynd: Hörður Jónasson
Selfoss. Örin bendir á staðinn þar sem ferðamenn höfðu gengið

Hörður sagði engan vafa leika á því að þarna væri stórhættulegt að ganga og enginn veit hvað klakabrúin er sterk né hvenær hún gefur sig. Hörður bætti því við að á þessum stað væri nánast ekkert útsýni yfir fossinn. Á myndinni hér að neðan má sjá nærmynd af Selfossi eins og hann var í gær og myndin þar fyrir neðan sýnir Selfoss að sumarlagi. Greinilega má sjá á myndunum hve mikil klaka og snjóbrú skagar út í Jökulsá núna.

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum. Mynd: Hörður Jónasson
Selfoss í Jökulsá á Fjöllum. Mynd: Hörður Jónasson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Selfoss 2. sept 2015. Mynd: Hörður Jónasson
Selfoss 2. sept 2015
Selfoss 2. september 2015 2
Selfoss 2. sept 2015. Sá hluti Selfoss sem hulinn er klaka og snjó í dag. Mynd: Hörður Jónasson