Jóhannes Tómasson Íslandsmeistari í bogfimi

0
258

Bogfimifólk úr Umf. Eflingu í Reykjadal gerði góða ferð á Íslandsmótið í bogfimi sem fram fór í Bogfimisetrinu í Reykjavík dagana 18. og 19. apríl s.l. Alls tóku 8 félagsmenn þátt í mótinu og uppskáru 1 gull, 2 silfur og 1 brons, en allir keppptu í flokki sveigboga. Jóhannes Tómasson varð Íslandsmeistari í unglingaflokki en Efling vann þrefalt í þeim flokki því Ásgeir Unnsteinsson fékk silfur og Arnar Freyr Ólafsson fékk brons.

Jóhannes, Arnar og Ásgeir. Mynd: Guðný Grímsdóttir
Jóhannes, Arnar og Ásgeir. Mynd: Guðný Grímsdóttir

Tómas Gunnarsson fékk silfur í fullorðinsflokki en hann var einungis 1 stigi frá því að komast í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn. Guðmundur Smári lenti síðan í 4 sæti. Aðrir keppendur Eflingar í mótinu voru: Unnsteinn Ingason, Guðný Grímsdóttir og Stefán Bogi Aðalsteinsson og stóðu þau sig líka mjög vel.