Jóhann Rúnar Pálsson ráðinn skólastjóri Þingeyjarskóla

0
349

Jóhann Rúnar Pálsson sem er núverandi tómstunda og æskulýðsfulltrúi Norðurþings, var í dag ráðinn skólastjóri Þingeyjarskóla. Frá þessu er greint í fundargerð 165. fundar sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldin var í dag.

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson

Í fundargerðinni segir m.a.

Eftir viðtöl og gagnaöflun er það niðurstaða okkar að leggja til að Jóhanni Rúnari Pálssyni verði boðin staðan. Þessi niðurstaða byggir á mati okkar á reynslu hans, menntun og hæfni.Hann uppfyllir afar vel skilyrði auglýsingar um hæfni. Einnig er rétt að fram komi að hann hlaut óvenju eindregin meðmæli umsagnaraðila. Sem dæmi má nefna góða samskiptahæfni, samviskusemi, þrautseigju, vinnusemi, vandvirkni, lausnamiðun, hæfni í að laða fólk til samstarfs og miðla málum, auk reynslu og hæfni í að starfa með börnum og unglingum. 

 

Auk þess er það mat okkar að sú skólasýn sem hann lýsti í starfsviðtali hafi samræmst mjög vel skólastefnu sveitarfélagsins.

Reiknað er með að Jóhann geti hafið störf þann 15. mars, að hluta til og að fullu þann 1. apríl n.k.

Sjá nánar í fundargerðinni hér