Jarmað á Raufarhöfn

0
285

Hrútadagurinn fór fram á Raufarhöfn sl. laugardag. Fjölmenni lagði leið sína á staðinn til að taka þátt í Hrútadeginum og/eða til að taka þátt í annarri metnaðarfullri dagskrá sem staðið hefur yfir á Raufarhöfn undanfarna daga.

Gestkvæmt var á Hótel Norðurljósum og á veitingastaðnum Kaupfélaginu sem er einnig gallerí. Frá þessu segir á vef Framsýnar þar sem skoða má fleiri myndir.