Jarðskjálftaráðstefna á Húsavík

0
198

„Jarðskjálftar á Norðurlandi“ er nafnið á ráðstefnu sem haldin verður á Húsavík dagana 31.maí-3. júní næstkomandi. Jarðskjálftar allt að 7 að stærð geta orðið við Norðurströndina eða úti fyrir henni allt frá Öxarfirði til Skagafjarðar, á svæði sem kallast Tjörnes brotabeltið, en það teygir sig til norðurs allt að Kolbeinsey.

Jarðskjálftar eyfjall2

Markmið ráðstefnunnar er að taka stöðuna á rannsóknum á jarðskjálftum á Norðurlandi, orsökum þeirra, eðli og áhrifum, hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna og aðgerðum til að draga úr tjóni á fólki og samfélagslegum innviðum vegna stórra skjálfta sem gætu orðið á svæðinu.

Til ráðstefnunnar koma íslenskir og erlendir jarðvísindamenn og verkfræðingar sem mest hafa rannsakað svæðið, flytja erindi og svara fyrirspurnum. Einnig koma margir frá sveitastjórnum á svæðinu og almannavarnanefndum, frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og Viðlagatryggingu, sem og fólk úr samfélags- og skipulagsfræðum, verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa á svæðinu og flytja erindi og taka þátt í umræðum.

Um 40 erindi verða haldin en hér má sjá dagskrá ráðstefnunnar