Jarðböðin verða lokuð 1-2. október

0
166

Jarðböðin við Mývatn gera ráð fyrir að þurfa að loka böðunum 1. og 2. október nk. Ástæða lokunarinnar er almennt viðhald og fyrirbyggjandi viðhald á þessari perlu ásamt endurnýjun á pallaefni og innviðum gufubaðs. Frá þessu segir í tilkynningu frá Jarðböðunum í Mývatnssveit

jarðböðin

 

 

 

 

 

Þá segir einnig í tilkynningunni að bæði dagar fyrir stopp og eftir stopp gætu litast af vinnu á svæðinu. Þá daga sem verður opið en samt ennþá verið að vinna í viðhaldi, munum við gera okkar besta til að láta sem minnst fyrir okkur fara svo truflun fyrir viðskiptavini okkar verði í algöru lágmarki.