Íslenski skákdagurinn er á morgun

0
64

Íslenski skákdagurinn verður haldinn hátíðlegur á morgun, sunnudaginn 26. janúar, á afmæli Friðriks Ólfassonar fyrsta stórmeistara Íslendinga. Í tilefni dagsins munu félagar úr skákfélaginu GM-Helli vígja nýtt sundlaugarskáksett í sundlaug Húsavíkur á morgun, sunnudag, kl:14:00.

Sundlaug Húsavíkur.
Sundlaug Húsavíkur.

 

 

 

 

 

 

Smári Sigurðsson magfaldur skákmeistari GM-Hellis á norðursvæði og Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga munu tefla fyrstu skákina í sundlauginni.

Allir gestir sundlaugarinnar á Húsavík geta teflt á nýja sundlaugarskáksettinu að vígslu lokinni.