íslenski safnadagurinn

0
122

Í dag er íslenski Safnadagurinn haldinn hátíðlegur. Íslenski safnadagurinn var fyrst haldinn árið 1997 að frumkvæði safnmanna sjálfra. Markmiðið með deginum er að benda á mikilvægi faglegrar varðveislu og miðlunar sameiginlegra verðmæta þjóðarinnar og þá einstöku leið til lifandi þekkingaröflunar og skemmtunar sem finna má á söfnum.  Söfn um allt land taka þátt og bjóða uppá ýmsa viðburði í tilefni dagsins. Í Samgönguminjasafninu í Ystafelli var boðið uppá kaffiveitingar, vöfflur, kleinur og fleira bakkelsi.  Flölmenni  kom í safnið í dag m.a. félagar í Bílaklúbbi  Akureyrar.

einn gamall en góður í heimsókn.
einn gamall en góður í heimsókn.

 

 

 

 

 

 

 

Við bílaplanið er lítið hús sem heitir Bibbubúð, það hús var Ingólfur heitinn Kristjánsson að leggja síðustu hönd á, þegar hann lést árið 2003. Ingólfur og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir  (alltaf kölluð Bibba), stofnuðu Samgönguminjasafnið. Í Bibbubúð er töluvert af handavinnu eftir Bibbu, gamlir munir úr búi þeirra hjóna, m.a. lítil rafmagnshella sem þau elduðu á þegar þau hófu sinn búskap, gamalt skrifborð, stólar, bollar, diskar og fleira gamalt dót með sál. Það er vel þess virði að skoða Bibbubúð um leið og bílasafnið er skoðað.

Bibbubúð
Bibbubúð

 

 

 

 

 

 

 

veggteppi eftir Bibbu, hún óf jafann og litaði garnið sem hún saumaði myndirnar með.
veggteppi eftir Bibbu, hún óf jafann og litaði garnið sem hún saumaði myndirnar með.