Íslenska sauðkindin er lífseig

0
168

Hún er lífseig íslenska sauðkindin. Það fékk Gaukur Hjartarson á Húsavík að reyna í dag þegar hann skrapp upp á Reykjaheiðina til að fylgjast með björgnaraðgerðum sem staðið hafa yfir í allan dag. Gaukur skimaði í kringum sig og sá tvær lappir standandi upp úr snjóskafli um 200 m frá vegi.

Aðeins lappirnar standa upp úr snjónum.
Mynd: Gaukur Hjartarson.

“Ég sótti hjálp og upp var mokuð ringluð en sprellifandi kind. Seyglan í sauðkindinni er ótrúleg.

Þarna hefur hún lifað afvelta í snjóskafli í tvo sólarhringa en var samt fær um að ganga að vegi þegar búið var að moka hana upp úr skaflinum, sagði Gaukur Hjartarson við viðtali við 641.is nú í kvöld.