Íslandsmót í Bogfimi utanhúss á Laugum í Reykjadal.

0
81

Annað Íslandsmótið í bogfimi utanhúss verður haldið að Laugum í Reykjadal, laugardaginn 10. ágúst og hefst kl. 12:00. Það er ÍSÍ sem stendur fyrir mótinu. Keppt er í karla, kvenna,  byrjenda,  barna og unglingaflokki, með sveigboga.  Karlar og konur skjóta af 70 m færi, byrjendur af 50 metrum,  börn og unglingar af 30 metrum.

Um  kl.16:00 hefst keppni með trissuboga og kl.19:00 með langboga.

Tímasettningar gætu raskast.

Bogfimifólk í Eflingu hefur verið mjög sigursælt hingað til,  og verður það vonandi áfram. Þetta er upplagt tækifæri fyrir alla að koma og fylgjast með hvernig bogfimi fer fram.

frá islandsmeistaramóti í jan. á þessu ári.
frá islandsmeistaramóti í jan. á þessu ári.