Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands

0
120
Það var líf og fjör á Íslandsmeistaramóti Sleðahundaklúbbs Íslands í Mývatnssveit um síðustu helgi. Hundar og menn fjölmenntu og var keppt í hundasleðaakstri og skijoring (hundur dregur kúsk á gönguskíðum) Mótið var að þessu sinni haldið á svæði fyrir neðan Kröflu. Það var gott veður, en harðfenni og lítill snjór og því var brautin erfiðari en ella.
Múlaknús.
Múlaknús.
Feðgar í spynu.
Feðgaspyrna
Sigurliðið.
Sigurliðið.
Fjórar efstu í skijorning
Fjórar efstu í skijorning

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Keppt var í:

Hundasleðaakstri 5 km kúskur með 3-4 hunda
Hundasleðaakstri 5 km kúskur með 2 hunda
Hundasleðaakstri unglinga 5 km kúskur með 2 hunda
Alls kepptu 12 manns í hundasleðaakstrinum með miklum tilþrifum

Skijoring kvenna 2 km
Skijoring karla 2 km
Skijoring unglinga 1 km
Alls kepptu 18 manns í skijoring

Eftir formlegt mót var keppt í 250 metra hundasleða spyrnu með 2 hunda og skráðu 20 manns sig í hana
Þetta er í þriðja skipti sem Sleðahundaklúbbur Íslands heldur þetta mót í Mývatnssveit og er þetta orðið fastur liður í störfum klúbbsins.Fólk er strax farið að hlakka til næstu keppni á Mývatni að ári.

Frekari upplýsingar um Sleðahundaklúbb Íslands er á www.sledahundar.is