
MÍ 11-14 ára var haldið í Laugardalshöll 14.-15. febrúar sl. Tæplega 400 keppendur voru skráðir til leiks á mótið frá 16 félögum og samböndum um land allt. 8 keppendur fóru frá HSÞ á mótið. Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11 ára varð í 2. sæti í kúluvarpi og Natalía Sól Jóhannesdóttir 12 ára varð í 3. sæti í kúluvarpi. Hilmar Örn Sævarsson bætti sinn persónulega árangur í kúluvarpi. Lið HSÞ náði alls tæpum 25 stigum en 10 efstu sætin fá stig.

Íslandsmeistaramót í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram sl. helgi í Laugardalshöll. 7 keppendur fóru frá HSÞ. Dagbjört Ingvarsdóttir var í 2. sæti í langstökki í flokki 18-19 ára stúlkna. Aðrir keppendur voru duglegir í að bæta sinn persónulega árangur

