Íslandsmeistaramót í frjálsum íþróttum

0
376

MÍ 11-14 ára var haldið í Laugardalshöll 14.-15. febrúar sl. Tæplega 400 keppendur voru skráðir til leiks á mótið frá 16 félögum og samböndum um land allt. 8 keppendur fóru frá HSÞ á mótið.  Hafdís Inga Kristjánsdóttir 11 ára varð í 2. sæti í kúluvarpi og Natalía Sól Jóhannesdóttir  12 ára varð í 3. sæti í kúluvarpi. Hilmar Örn Sævarsson bætti sinn persónulega árangur í kúluvarpi.  Lið HSÞ náði alls tæpum 25 stigum en 10 efstu sætin fá stig.

Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Arna Dröfn Sigurðardóttir, Bjargey Ingólfsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir
Unnar Þór Hlynsson, Eyþór Kári Ingólfsson, Arna Dröfn Sigurðardóttir, Bjargey Ingólfsdóttir og Dagbjört Ingvarsdóttir

Íslandsmeistaramót í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram sl. helgi í Laugardalshöll. 7 keppendur fóru frá HSÞ.  Dagbjört Ingvarsdóttir var í 2. sæti í langstökki í flokki 18-19 ára stúlkna. Aðrir keppendur voru duglegir í að bæta sinn persónulega árangur

Sjá nánar á vef HSÞ

Dagbjört Ingvarsdóttir á palli
Dagbjört Ingvarsdóttir á palli
Keppendur HSÞ á MÍ 11-14 ára
Keppendur HSÞ á MÍ 11-14 ára