Ísland vann æfingamót U-20 ára í gær – Tryggvi með stórleik gegn Finnum

0
402

Íslenska U-20 ára landslið karla í körfubolta vann í gærkvöld sterkt æfingamót sem fram hefur farið í Reykjavík síðustu daga. Ísland vann Finnland örugglega í lokaleiknum 75-60 og átti Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason mjög góðan leik. Tryggvi skoraði 17 stig og tók 11 fráköst og þarf af voru 7 sóknarfráköst. Tryggvi átti 5 stoðsendingar, varði 5 skot, fiskaði 8 villur á andstæðingana og var með 62% skotnýtingu, sem gefur alls 30 framlagsstig. Vefurinn karfan.is segir frá.

Á vefnum Karfan.is segir m.a að það gefi Íslandi mikið sjálfstraust að finna strax í fyrstu æfingaleikjum að liðið getur vel keppt við sterkustu lið evrópu. Liðið á enn nóg inni og nokkrir leikmenn enn að komast í takt við hörkuna og spilið sem evrópski körfuboltinn býður upp á.

Æfingamótið gefur körfuboltaáhugamönnum samt góða tilfinningu fyrir EM sem fram fer á Krít um miðjan júlí. Karfan.is

Tryggvi Snær treður gegn Finnum. Mynd Bára Dröfn/Karfan.is