Ísland – Frakkland sýndur í Dalakofanum og á hótel Eddu í Stórutjarnaskóla í kvöld

0
66

Leikur Íslands og Frakklands verður sýndur á breiðtjaldi í Dalakofanum á Laugum í kvöld og einnig verður hann sýndur í setustofunni á Hótel Eddu í Stórutjarnaskóla kl 19:00.

Frá leik Íslands og Englands
Frá leik Íslands og Englands í Dalakofanum

Á Facebooksíðu Dalakofans á Laugum segir að það ríki mikil spenna fyrir leikinn í kvöld, sem við ætlum að sýna á breiðtjaldinu og vonandi getum við líka verið með skjávarpa úti í tjaldi á pallinum. “Við getum ekki tekið við fleiri borðapöntunum og vonum að gestir sýni því skilning. Best er að mæta tímanlega til að fá sæti í salnum”.

Á hótel Eddu í Stórutjarnaskóla er líka ágæt aðstaða til þess að fyljgast með leiknum í kvöld. Þar er prýðileg setustofa, stórt sjónvarp og kælir fullur af köldum drykkjum.

 

Í tilkynningu frá hótelinu segir eftirfarandi: “Við viljum gjarnan láta sveitunga og aðra vita af því að stórleikurinn á sunnudaginn verður að sjálfsögðu sýndur hér og öllum velkomið að koma og njóta með okkur”.

Áfram Ísland !