Illugi vill sameina Framhaldsskólann á Laugum og VMA

0
147

Samkvæmt heimildum 641.is verða ræddar hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að sameina WMA á Akureyri og Framhaldsskólann á Laugum á fundi með fulltrúum menntamálaráðaneytins eftir hádegið í dag á Akureyri. 641.is náði tali af Halli Birki Reynissyni skólameistara Framhaldsskólans á Laugum fyrir hádegið og staðfesti hann þessar fregnir. Hallur mun funda með fulltrúum menntamálaráðaneytins um hugsanlega sameiningu Framhaldsskólans á Laugum og VMA og mun skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum einnig sitja fundinn.

Laugar logo

 

Akureyi Vikublað segir frá því í dag, að þrír aðrir skólameistarar muni mæta saman til fundar á Akureyri með fulltrúum menntamálaráðuneytisins til að ræða hugmyndir Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um sameiningu MA á Akureyri Framhaldsskólans á Húsavík og Menntaskólans á Tröllaskaga.

 

Samkvæmt heimildum 641.is fer sá fundur fram fyrir hádegi í dag.