Illugi Gunnarsson Mennta og menningarmálaráðherra er samkvæmt heimildum 641.is, væntanlegur norður í Þingeyjarsveit á morgun miðvikudag, þar sem hann mun eiga fund með sveitarstjórn Þingeyjarsveitar kl 14:00. Að þeim fundi loknum mun Illugi funda með skólameistara Framhaldsskólans á Laugum og skólanefnd skólans.
Gera má ráð fyrir að hugsanleg sameining Framhaldsskólans á Laugum og VMA sé ástæða heimsóknar Illuga í Þingeyjarsveit og ættu þau mál að skýrast af þessum fundum loknum.