Íbúafundurinn í kvöld – Íbúar hvattir til að mæta á fundinn

0
92

Upplýsingafundur fyrir íbúa í nágrenni Skjálfandafljóts verður haldinn í kvöld, fimmtudaginn 28. ágúst kl 20:00 og fer hann fram í Ljósvetningabúð. Fulltrúar frá Almannavörnum, vísindamenn og viðbraðgsaðilar munu kynna viðbrögð við hugsanlegu flóði í Skjálfandafljóti vegna umbrotanna í Vatnajökli.

Goðafoss
Goðafoss

 

Allir íbúar sem búa á eða nálægt bökkum Skjálfandafljóts eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér ástand mála og hvað á til bragðs að taka verði flóð í Skjálfandafljóti.