Íbúafundur – Tjón verður bætt að mestu leiti.

0
235

Í dag var haldinn íbúafundur í Ýdölum í Aðaldal sem sýslumaður Þingeyinga, Svavar Pálsson, boðaði til. Eins og fram kom fyrr í dag hér á 641.is var haldinn íbúafundur í Mývatnssveit í morgun og síðdegis líka í Stórutjarnaskóla.

Sigurður, Svavar sýslumaður, Sigrún, Rúnar, Hildur og María Svanþrúður.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fundinum voru eftirtaldir aðilar, auk Svavars. Hildur Traustadóttir frá Bjargráðasjóð, Sigrún Karlsdóttir frá Veðurstofu Íslands, María Svanþrúður Jónsdóttir ráðanautur frá Búgarði, Rúnar Jónsson frá Landsbjörg og Sigurður Brynjólfsson yfirlögregluþjónn á Húsavík.  Auk þeirra voru fulltrúar frá almannavörnum, rauða krossinum, Rarik, landsneti, MAST,  hérðasdýralæknir, forsvarsmenn Norðlenska, auk bænda úr Aðaldal, Reykjahverfi og Kelduhverfi í salnum. Fundurinn var vel sóttur en um 100 manns sátu hann.

Fyrrtaldir aðilar höfðu stutta framsögu um sína aðkomu að björgun þess fjár sem búið er að koma til byggða og síðan gátu fundargestir varpað fram spurningum til viðstaddra.

Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svavar Pálsson sýslumaður rakti í stuttu máli atburði síðustu daga og fram kom í máli hans að meria en 200 manna leitarlið var að störfum í Þingeyjarsýslu þegar mest var. Í máli Hildar Traustadóttur hjá Bjargáðasjóði kom fram að B-deildin yrði virkjuð til að bæta bændum fjárskaðann og líklega að hluta til tjón á griðingum. Hildur hvatti bændur til að skrá nákvæmlega allt tjón og koma þeim upplýsingum til ráðanauta hjá Búgarði þegar ljóst væri hve tjónið er umfagnsmikið. Ljóst er þó að mikill tími mun fara í úrvinnslu gagna. Sigrún Karlsdóttir hjá Veðurstofu Íslands sagði stuttlega frá veðrinu og talaði um að svona veður hefði ekki skollið á, á þessum árstíma, frá 1940. Eins kom fram í hennar máli að veðurspá hefði gert ráð fyrir því að hitastigið yrði tveimur gráðum hlýrra en raunin varð.

Höskuldur Þórhallsson og Steingrímur J Sigfússon.

 

 

 

 

 

 

 

 

Tveir Alþingmenn norðurlandskjördæmis-eystra sátu einnig fundinn, þeir Höskuldur Þór Þórhallsson og Steingrímur J Sigfússon atvinnu og nýsköpunaráðherra. Í máli Steingríms kom fram að ríksstjórnin hyggðist beita sér fyrir því að bæta þann skaða sem ekki væri í verkahring Bjargráðasjóðs úr ríkssjóði, að miklu leiti. Ljóst væri að mjög mikll kostnaður hefði fallið til, td. væri olíukostnaður björgunarveitanna gríðarlegur, svo að dæmi sé tekið. Fordæmi væri fyrir þessu úr eldgosunum sunnanlands á síðustu árum.

Fundargestir í Ýdölum í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

Fulltrúar frá Norðlenska sögðu frá því að fé sem komið hefði til slátrunar væri ótrúlega vel á sig komið og ekkert stress hefði mælst í kjötinu. Norðlenska hefði þurft að breyta verulega sláturáætlun og td. hefði verið á áætlun að slátra 3000 lömbum úr Aðaldal í næstu viku. Ljóst er að ekki verður af því í bráð en líklega verða bændur á austurlandi og úr öðrum sveitum Þingeyjarsýslu og Eyjafirði, beðnir um að senda fleiri lömb í staðinn. Lömb sem lent hafa í þessum hrakningum verða að bíða í einhvern tíma og jafna sig.

Steingrímur J Sigfússon atvinnu og nýsköpunarráðherra og Arnór Benónýsson fulltrúi í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í máli margra bænda komu fram áhyggjur af ýmsum toga, ma. hvort beingreiðslur myndu skerðast, vegna lægra ásetninghlutfalls og hvort nóg væri til af lífgimbrum til að kaupa. Fram kom í máli Ólafs Jónssonar héraðsdýralæknis að reynt verði að liðka fyrir lífgimbra kaupum af öðrum svæðum og hafa bændur á lífgimbra sölusvæðum verði beðnir um að taka frá fleiri gimbrar en venjulega. Þórarinn Pétursson formaður landssambands sauðfjárbænda talaði um að nú þegar væri verið að vinna mjög víða til að geta aðstoðað bændur sem orðið hafa fyrir tjóni í óveðrinu á margvíslegan hátt. Ma. væri fjársöfnun í bígerð.

Þórarinn Ingi Pétursson formaður LS

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áfram verður leitað að fé á Þeistareykjum og víðar því enn vantar margt fé af fjalli. Dæmi er um að kindur geti lifað í allt að 6 vikur í fönn og því ekki öll nótt úti enn. Ágæt veðurspá er næstu daga og ætla menn að nýta sér það.