Íbúafundur á Breiðumýri á þriðjudagskvöld

0
55

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga boðar til íbúafundar sem verður haldinn á Breiðumýri í Reykjadal þriðjudaginn 21. apríl kl. 20:00. Stjórnendur Þingeyjarsveitar hafa leitað til Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga um að halda íbúafund sem er liður í mótvægisaðgerðum vegna breytinga á starfsemi Þingeyjarskóla. Tilgangur fundarins er að leita eftir hugmyndum sem stuðlað gætu að eflingu byggðar og atvinnulífs í sveitarfélaginu.

atvinnuþróunarfélag Þingeyinga

Komdu að borðinu með okkur og taktu þátt í að skeggræða málið og legðu þínar hugmyndir í púkkið.

Fundurinn er hugsaður sem „þankahríð“ þar sem við setjum niður á blað þær hugmyndir að verkefnum sem eflt geta byggð og atvinnulíf á svæðinu. Í framhaldinu verða hugmyndirnar flokkaðar og greindar og þeim fundinn framvindufarvegur eftir atvikum. Boðað verður til fundar um þá vinnu síðar. Allir velkomnir sem bera hag svæðisins fyrir brjósti.

Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga