Íbúafundir vegna skjálftavirkni á Norðurlandi

0
90

Sýslumaðurinn á Húsavík, almannavarnanefnd Þingeyinga, Viðlagatrygging Íslands, Veðurstofa Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjórans boða til íbúafunda vegna skjálftavirkni á Norðurlandi.

Fundirnir verða þriðjudaginn 30. október.
Á Húsavík verður fundurinn kl 17:30 á Fosshóteli, Ketilsbraut 22 og á Kópaskeri verður fundur kl 21:00 á Skjálftasetrinu Akurgerði 6.