Íbúafundir. Almenn ánægja og þakklæti

0
104

Íbúafundir standa núna yfir í Þingeyjarsýslu. Einn slíkur var haldinn í Mývatnssveit í morgun og annar í Ýdölum um miðjan dag. Nú er svo nýhafin íbúafundur í Stórutjarnaskóla. Fundirnir eru haldnir vegna afleiðinga óveðursins síðustu daga. Fjölmargir fulltrúar opinberra aðila munu mæta og sitja fyrir svörum á fundunum.

Fundargestir á íbúafundinum í Ýdölum í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil ánægja með störf fulltrúa hins opinbera, sýslumanns, björgunarsveita og almannavarnarnefndar, kom fram á fundinum og voru bændur mjög ánægðir með alla þá hjálp sem veitt var við björgun fjár við erfiðar aðstæður síðustu daga.

Nárari fréttir af fundinum í Ýdölum og fleiri myndir verða birta hér á 641.is í kvöld.