IAAF heiðranir á uppskeruhátíð

0
112
Í tilefni 100 ára afmælis IAAF var FRÍ falið að úthluta viðurkenningum til 30 einstaklinga hér á landi fyrir framlag þeirra til íþróttarinnar. Afhending viðurkenninganna fór fram á uppskeruhátíð FRÍ laugardaginn 27. október sl. Síðast fékk FRÍ viðurkenningar af þessu tagi til úthlutunar á 75 ára afmæli IAAF, árið 1987. Jón Friðrik Benónýsson var einn þeirra sem var heiðraður.

Þau sem hlutu sérstakt viðurkenningarskjal IAAF eru t.v. á myndinni: Jón Benónýsson, Ingimundur Ingimundarsson, Sigurður Pétur Sigmundssson, Súsanna Helgadóttir, Trausti Sveinbjörnsson, Ólafur Guðmundsson, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Egill Eiðsson, Arnþór Sigurðsson. Auk þeirra hlutu þessa viðurkenningu en gátu ekki tekið við henni núna eru: Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Víðir Gunnlaugsson, Guðrún Ingólfsdóttir, Gunnar Páll Jóakimsson, Helgi S. Haraldsson, Hlynur Guðmundsson, Íris Inga Grönfeldt, Unnar Vilhjálmsson.
Þau sem hlutu sérstakan minnispening IAAF af tilefninu eru: Friðrik Þór Óskarsson, Sigurður Haraldsson, Valgerður Auðunsdóttir, Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson, Birgir Guðjónsson, Vésteinn Hafsteinsson, Stefán Jóhannsson Gísli Sigurðsson, Ragheiður Ólafsdóttir og Eggert Bogason.
Við úthlutun var nú horft til þeirrar fjölbreyttu flóru einstaklinga sem hafa lagt hreyfingunni lið á undanförnum aldarfjórðungi. Við mat var horft til umfangs starfs, árangurs að því marki sem það er raunhæft til samanburðar og fjölbreytileika í störfum. Horft var líka til hefðbundinna þátta eins og búsetu, starfsvettvangs og kynjahlutfalls. Leitast var við að dreifing viðurkenningana endurspeglaði þá fjölbreyttu flóru einstaklinga og hjóna sem leggja hönd á plóg og byggt upp hafa þessa hreyfingu og gert hana að því sem hún er. Tvennum hjónum er úthlutuð viðurkenning sem að mati nefndarinnar er staðfesting á því að mikið og ógeigingjarnt starf fyrir hreyfinguna getur samrýmst farsælu fjölskyldu lífi.