Í beinni – fyrsti samlestur var í kvöld

0
80

Fyrsti fundur og samlestur leiknefndar Eflingar á nýju leikverki eftir Hörð Þór Benónýsson, með tónlist eftir Jaan Alavere, fór fram á Breiðumýri í kvöld.  Vinnuheiti leikverksins er “Í beinni” og mun Jenný Lára Arnórsdóttir leikstýra því.  Jenný Lára stjórnaði samlestrinum og var Freydís Anna Arngrímsdóttir úr leiknefnd Eflingar henni til aðstoðar.

2009-10-25 00.51.12
Jenný Lára, Freydís Anna og Ólafur Ólafsson fjær.

Allir sem áhuga höfðu á því að taka þátt, á einn eða annan hátt í leikritinu voru saman komnir á Breiðumýri í kvöld. Á samlestrinum mátti sjá nokkra vana leikara sem oft hafa tekið þátt í leiksýningum hjá leiknefnd Eflingar áður, en einnig voru þarna nokkur ný andlit sem munu væntanlega feta sín fyrstu spor með leikdeild Eflingar í vetur.

641.is leit við á Breiðumýri í kvöld og tók meðfylgjandi myndir.

Þessar stúlkur fá væntanlega hlutverk í sýningunni.
Þessar stúlkur fá væntanlega hlutverk í sýningunni.
Þessar sennilega líka.
Þessar sennilega líka.

Nánar um leikritið Í beinni.