Í beinni – Frábær sýning hjá leikdeild Eflingar

0
215

Leikritið, Í beinni, eftir Hörð þór Benónýsson í leikstjórn Jennýar Láru Arnórsdóttur var frumsýnt á Breiðumýri í dag. Enn einu sinni tókst Leikdeild Eflingar að setja upp frábært leikrit á sinn einstaka hátt þar sem leikið er nánast út um allt húsið á Breiðumýri og alveg upp við áhorfendur á köflum. Hörður Þór Benónýsson samdi leikritið í vetur og öll tónlist var sérstaklega samin af Jaan Alavere, í tilefni af 110 ára afmæli Eflingar.

Eydís Helga Pétursdóttir
Eydís Helga Pétursdóttir

 

Hlutverkaskipan var í höndum reyndra leikara sem og lítt reyndra, sem öll skiluðu sínum hlutverkum af stakri prýði þó svo að mörg þeirra væru að stíga sín fyrstu skref á sviði. Sýningin gekk hnökralaust fyrir sig, þó svo að óveður og ófræð hefðu sett strik í reikninginn síðustu daga.

Fremst meðal jafningja af yngri kynslóðinni var Eydís Helga Pétursdóttir sem túlkaði sitt hlutverk á glæsilegan og mjög dramantískan hátt í lok sýningarinnar. Einnig skiluðu þau Hermína Fjóla Ingólfsdóttir og Daníel Smári Magnússon sínum hlutverkum mjög vel.

 

 

Freydís Anna Arngrímsdóttir og Jón Friðrik Benónýsson, hokin af reynslu bæði tvö, stóðu auðvitað undir væntingum og skiluðu sínum hlutverkum með stakri prýði.

Sigurður Hlynur Snæbjörnsson snéri aftur á svið eftir langt hlé og smell passaði í sitt hlutverk sem var eins og það hefði verið skrifað fyrir hann.

Jenný Lára Arnórsdóttir leikstjóri getur verið mjög ánægð með útkomuna í dag. Óhætt er að mæla með “Í beinni” og ætti enginn að láta þessa sýningu fram hjá sér fara.

FM 101. Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Daníel Smári Magnússon og hljómsveitin Limirnir.
FM 101. Hermína Fjóla Ingólfsdóttir, Daníel Smári Magnússon og hljómsveitin Limirnir.
Hörður Þór Benónýsson, Jan Alavere, Pétur Ingólfsson og Jenný Lára Arnórsdóttir að lokinni frumsýningunni í dag.
Hörður Þór Benónýsson, Jan Alavere, Pétur Ingólfsson og Jenný Lára Arnórsdóttir að lokinni frumsýningunni í dag.