Hvessir verulega á Norðurlandi í dag

0
59

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi-Eystra er vakin athygli á að veðurspáin er ekki árennileg fyrir seinni partinn í dag hér á Norðurlandi Eystra. Það má búast við því að það fari að hvessa verulega upp úr hádegi, en veðrið gengur hratt yfir og róast um kvöldið, þó mikill vindur áfram.

veður 30 des 2015
Textaspá veðurstofunnar er:

Austan- og norðaustan átt 15-23 m/s og slydda eða rigning, en 23-28 og talsverð rigning austantil á landinu. Sunnan 25-33 A-til á landinu með morgninum, hvassast við ströndina. Suðvestan 18-28 þegar líður á morguninn, hvassast á annesjum austantil og síðar norðan til. Skúrir eða él, en styttir að mestu upp norðaustanlands síðdegis. Hægari í kvöld.

Fylgist vel með veðurspá og veðurlýsingu.