Hvenær verður slys við Goðafoss ?

0
336

Ragnar Þorsteinsson náði meðfylgjandi mynd af ferðamönnum sem fór ansi gáleysislega við Goðafoss í dag. Goðafoss er í miklum klakaböndum eftir langvarandi frost og eins og sjá má á myndinni er maðurinn í rauðu úlpunni kominn langt út á ísinn á Skjálfandafljóti rétt fyrir ofan Goðafoss.

Goðafoss í dag. Mynd: Ragnar Þorsteinsson
Goðafoss í dag. Mynd: Ragnar Þorsteinsson

Annar dökkklæddur ferðamaður virðist líka vera komin út á ísinn mun nær fossbrúninni. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef ísinn hefði brotnað undan þeim.

Margir spyrja sig þeirrar spurningar, hvenær verður slys við Goðafoss ?