Hvellur – Eina Íslenska hryðjuverkið.

0
292

Að kvöldi 25. ágúst 1970 tóku bændur í Suður-Þingeyjarsýslu sig saman og sprengdu í loft upp stíflu í Laxá við Mývatn. Bændurnir höfðu mótmælt harðlega virkjanaáformum á svæðinu en sjónarmið þeirra voru virt að vettugi. Með sprengingunni tókst bændunum að koma í veg fyrir eyðileggingu Laxár og Mývatns. 113 lýstu verkinu á hendur sér, 65 voru ákærðir. Samstaðan brást aldrei og aldrei kom fram hver sprengdi.

hvellur_still

Heimildamyndin Hvellur fjallar um einstakan atburð í Íslandssögunni og er að margra mati upphaf náttúruverndarbaráttu á Íslandi.

Hvellur verður forsýnd í Skjólbrekku í Mývatnssveit mánudagskvöldið 21 janúar kl 20:30.

Hér fyrir neðan er stikla úr myndinni

HVELLUR from Ground Control Productions on Vimeo.

Myndin er framleidd af fyrirtækin Ground Control Productions og er Grímur Hákonarson leikstjóri myndarinnar sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Samkvæmt heimildum 641.is verður því ljóstrað upp í myndinn hverjir það voru sem sprengdu stíflunna, en það voru þrír menn og eru tveir þeirra nú látnir.

Myndin verður frumsýnd í bíó Paradís 24. janúar