Hvað segja viðskiptavinir um fyrirtæki í þínu nágrenni?

0
108
  • Já hefur gefið út nýtt snjallsímaforrit byggt á vefnum Stjörnur.is
  • Forritið býður notendum  að finna þjónustuaðila eftir stjörnugjöf og fjarlægð
  • Notast við GPS tækni til að staðsetja notendur og þjónustuaðila

Með nýju snjallsímaforriti frá Já sem notast við GPS tækni auk nettengingar er notendum gert kleift að finna þá þjónustu sem er næst þeim. Forritið býður notendum að fletta upp þjónustuaðilum eftir stjörnugjöf og fjarlægð, sem getur verið mjög hentugt t.d. þegar ferðast er á nýja staði og leitað eftir þjónustuaðilum í nýju umhverfi.

Hægt er að fletta upp öllum þjónustuaðilum sem skráðir eru hjá Já, en þeim er einnig raðað upp eftir fyrirfram skilgreindum flokkum til að auðvelda notendum að finna það sem leitað er að. Dæmi um nytsamlega flokka í snjallsímaforritinu eru: Veitingahús, Sundlaugar, Bensínstöðvar, Matvöruverslanir og Apótek. Forritið gefur þér tækifæri á að sjá hvað aðrir hafa sagt um þjónustuna auk þess að gefa þjónustunni stjörnur og umsögn sjálfur.

Forritið er nú aðgengilegt í bæði App Store og Google Play verslunum án endurgjalds.

Starfsmenn Já vonast til þess að snjallsímaforritið gagnist notendum jafn vel og snjallsímaforritið „Já í símann“ sem sett var á markað fyrir nokkru.

Meðfylgjandi er einfalt kynningarmyndband sem sýnir virkni forritsins, endilega smellið og skoðið.   Fréttatilkynning.

Stjörnur.is