Hundrað daga hátíð í Þingeyjarskóla

0
221

Mánudaginn 27. janúar sl. var haldinn 100 daga hátíð í Þingeyjarskóla. Þá höfðu nemendur verið í skólanum í 100 daga í vetur. Nemendur í 1. og 2. bekk í Hafralækjardeild og Litlulaugadeild hafa talið skóladagana í vetur. Í stærðfræðitímum hafa þeir verið að læra um tug og einingu og unnið margvísleg verkefni tengt því. Á mánudaginn var hundraðasti skóladagurinn og þá var haldin hátíð.

Nemendur í 1-2. bekk.
Nemendur í 1-2. bekk.

Hún var haldin í Hafralækjarskóla og var þar búið að skreyta stofuna og andyrið. Einn nemandi úr hópnum var frá vegna veiknda í Reykjavík, en var að sjálfsögðu með okkur í skemmtuninni á sínum forsendum í gegnum skype og naut hann þess.

Jón Andri fylgist með í gegnum Skype.
Jón Andri fylgist með í gegnum Skype.

Nemendur ákváðu að hafa daginn náttfatadag og mættu allir í náttfötum og með bangsana sína. Nemendurnir föndruðu kramarhús og fengu 10×10 stykki af snakki og öðru góðgæti í þau, sem sagt 100. Þeir unnu skemmtileg 100 töflu verkefni og fóru í 100 töflu leik og síðan var horft á eina góða bíómynd. Að sögn nemendanna var dagurinn frábær.

Nemendur í 1-2 bekk Þingeyjarskóla
Nemendur í 1-2 bekk Þingeyjarskóla