Hulduheimar í Dimmuborgum í júlí

0
106

Einleikurinn Hulduheimar verður sýndur á Hallarflötinni í Dimmuborgum á hverju kvöldi í júlí, frá og með sunnudeginum 6. júlí. Sýningar hefjast kl. 20 og fara fram á ensku. Sýningatími eru 30-40 mín.

Björg
Björg

 

Björg býr með huldufólki og hefur gert það í rúma öld. Á þeim tíma hefur hún veitt því athygli að samskipti milli manna og huldufólks hafa hnignað. Hana langar til að snúa þeirri þróun við til þess að hulduheimar hverfi mannfólkinu ekki fyrir fullt og allt. Þess vegna býður hún ykkur að heimsækja sig til að uppgötva þá leyndardóma hulduheima sem leynast í hennar heimabyggð, Dimmuborgum.

 

Komið í heimsókn og fræðist um huldufólkið sem býr á svæðinu og hvernig lífi þeirra er háttað. Hver veit nema þið sjáið þeim bregða fyrir. Eða ykkur verði boðið í heimsókn inn í híbýli þeirra í klettunum.

 

Miðaverð er kr. 2.000,- en frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum (Ath. enginn posi) Höfundur og leikkona: Jenný Lára Arnórsdóttir.

Nánar hér