Hulda Ósk Jónsdóttir frá Laxamýri hefur verið valin í U-17 ára landslið kvenna sem að tekur þátt í opna norðurlandamótinu sem fer fram á suðurnesjum fyrstu vikuna í júlí. Frá þessu segir á heimasíðu Völsungs.

Hulda hefur þrátt fyrir ungan aldur spilað lykilhlutverk í liði Völsungs það sem af er af þessu sumri. Hulda vel kunnug landsliðsbúningnum en hún hefur nú þegar leikið 5 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 1 mark.