Hulda Ósk skoraði fyrir Þór/KA í sigurleik

0
328

Kvennalið Þórs/KA í knattspyrnu fagnaði sjötta sigrinum í röð á tímabilinu eftir 3-1 sigur á ÍBV á Þórsvellinum á Akureyri í dag. Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins á 18. mínútu og liðið situr á toppi deildarinnar með fullt hús stiga.

Lið ÍBV náði að klóra í bakkann með marki úr vítaspyrnu, en Sandra Stephany Mayor og Sandra María Jessen bættu við tveimur mörkun fyrir Þór/KA á lokamínútunum og öruggur sigur í höfn. Staðan í deildinni.

Hægt er að lesa nánar um leikinn á vef Þórs á Akureyri.