Hulda Ósk með mark í sínum fyrsta landsleik !

0
188

Hulda Ósk Jónsdóttir frá laxamýri skoraði sitt fyrsta landsliðmark í knattspyrnu, gegn Eistlandi fyrir U17 ára landslið kvenna í Slóveníu í dag.  Hulda Ósk var í byrjunarliði Íslands og skoraði fyrsta markið í leiknum á 17 mín.

Hulda Ósk Jónsdóttir í leik með Völsungi.

Ísland vann leikinn örugglega 5-1 og er landsliðið búið að vinna báða sína leiki til þessa í mótinu.
Ísland vann Slóveníu um daginn en á eftir að spila gegn Tékklandi, sem er búið að vinna báða sína leiki í þessum riðli.
Ísland er efst í riðlinum með 6 stig líkt og Tékkland, en markatala Íslands er hagstæðari.

Sjá nánar hér