Hulda Ósk er íþróttamaður Húsavíkur 2013

0
107

Kiwanisklúbburinn Skjálfandi heiðraði húsvískt íþróttafólk og lýst var kjöri á íþróttamanni Húsavíkur í íþróttahöllinni í gær að afloknu Opna Húsavíkurmótinu í Boccia. Íþróttamaður Húsavíkur 2013 var valin Hulda Ósk Jónsdóttir knattspyrnumaður úr Völsungi. Frá þessu segir á 640.is

Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: Gunnar Jóhannesson
Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: Gunnar Jóhannesson

 

Í öðru sæti var Ásgeir Sigurgeirsson knattspyrnumaður úr Völsungi og í þriðja sæti Jóna Rún Skarphéðinsdóttir Bocciamaður úr Völsungi.

Í umsögn um Huldu Ósk segir m.a:

“Hulda Ósk er fædd  1997 og  hefur æft og spilað með yngri flokkum Völsungs og nú s.l. sumar með  meistaraflokki kvenna  í  bikarkeppni og  1. deild.  

Þrátt fyrir ungan aldur var Hulda Ósk mjög atkvæðamikil á árinu 2013, hún spilaði 4 leiki með 3.flokk og skoraði í þeim 8 mörk. Hún lék stórt hlutverk í meistara-flokknum og lék alls 12 leiki í deild og bikar og skoraði í þeim 7 mörk.

Hún hefur lagt hart að sér til að ná settu marki, hefur tekið miklum framförum á liðnu ári og var valin bæði í U16 og U17 ára landslið Íslands. Hulda Ósk lék stórt hlutverk í báðum þessum  landsliðum Íslands.

Hún byrjaði árið á því að spila 3 leiki með U16 ára landsliðinu og hélt svo uppteknum hætti og var valin í  U17 ára landsliðið, þar sem hún spilaði 10 leiki í undankeppni EM og á Norðurlandamótinu, og skoraði í þeim 4 mörk.  Flott ár hjá mjög efnilegri stúlku.

Það er því ljóst að framtíðin er björt hjá þessari unga mögnuðu knattspyrnukonu, hún er vel að þessari viðurkenningu kominn, knattspyrnumaður  ársins 16 ára og yngri. og er verðugur fulltrúi húsvískra æsku sem knattspyrnumaður ársins 2013″.

Sjá nánar ásamt myndum í frétt á 640.is