Hulda Ósk efnilegasti leikmaður meistaraflokks Þórs/KA 2016

0
352

Sl. laugardag fór fram lokahóf meistara- og 2. flokks Þórs/KA í Hamri á Akureyri. Eins og venjulega voru leikmenn verðlaunaðir fyrir frammistöðu sína innan vallar sem utan. Þór/KA hélt í þá hefð að velja leikmann leikmannanna, efnilegast leikmanninn og þann besta í báðum flokkum. Hulda Ósk Jónsdóttir (Laxamýri) var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks Þór/KA árið 2016. Frá þessu segir á vef Þórs á Akureyri.

Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: Páll Jóhannesson
Hulda Ósk Jónsdóttir. Mynd: Páll Jóhannesson

 

Þjálfari liðsins síðustu fimm ára, Jóhann Kristinn Gunnarsson tilkynnti eftir síðasta leik liðsins gegn ÍBV á útivelli að hann myndi hætta þjálfun liðsins. Jóhann Kristinn á fimm glæsileg ár að baki með Þór/KA hann gerði liðið einu sinni að Íslandsmeisturum, kom liðinu einu sinni í bikarúrslit auk þess sem annar flokkur varð bikarmeistari 2015 og Íslandsmeistarar 2016. Sannarlega glæsilegur árangur.

Þór Akureyri