Hulda með sigurmarkið fyrir Þór/KA gegn Breiðabliki

0
227

Þór/KA tyllti sér á topp Pepsídeildar kvenna í knattspyrnu í kvöld með sigri á Breiðabliki 1-0 í leik sem fram fór í Boganum. Hulda Ósk Jónsdóttir frá Laxamýri skoraði sigurmarkið á 10. mínútu.

Þór/KA byrjar leiktíðna með stæl og hefur nú sex stig á toppi deildarinnar eftir sigur á Val og Breiðablik liðum sem hvað flestir telja að muni skipa tvö efstu sætin í deildinni. En stelpurnar í Þór/KA eru ekkert að velta sér upp úr þeim spám enda bara til gamans gerðar og telja ekkert þegar í leikina er komið. Lesa nánar um leikinn á vef Þórs á Akureyri.

Myndband af markinu og viðtal við Huldu má skoða hér fyrir neðan.