Huginn – Öflugasta og fjölmennasta skákfélag landsins

0
54

Á aðalfundi skákfélagsins GM-Hellis (áður Goðinn og GM) sem fram fór samtímis á Húsavík og í Reykjavík með fjarfundarbúnaði 8. maí sl, var tekin ákvörðun um nýtt nafn á félagið. Fyrir valinu varð nafnið Huginn. 11 manna stjórn var einnig kjörin á aðalfundinum og var Hermann Aðalsteinsson kjörin formaður félagsins og Vigfús Vigfússon varaformaður.

Frá barna og unglingamóti félagsins í Árbót.
Frá barna og unglingamóti félagsins í Árbót.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í dag gaf félagið út fréttatilkynningu þar sem segir frá nafnabreytingunni og kynnti áform um nýjan vef félagsins og kennimark, sem kunngjörð verða 1. júní nk.

Huginn er fjölmennasta skákfélag landsins með um 370 félagsmenn og þar af eru þrír innlendir stórmeistarar og fjölmargir alþjóðlegir skákmeistarar. Huginn rekur tvær starfsstöðvar, í Þingeyjarsýslu og á Höfðuðborgarsvæðinu.

Sjá nánar hér