Hugarflæðisfundur í kvöld kl. 20:30 um kjallara Seiglu

0
61

Nú er í gangi skipulagning á handverksaðstöðu í kjallara Seiglu í Reykjadal (áður Litlulaugaskóli) og er horft til Punktsins á Akureyri sem ákveðinnar fyrirmyndar. Hugsunin er að móta þetta í samstarfi við áhugasama aðila og búa til fjölnota rými til sköpunar og vinnu.

Litlulaugaskóli
Ertu að vinna að handverki eða listsköpun einhvers konar og gætir hugsað þér að taka þátt í þessu verkefni?

Það verður hugarflæðisfundur miðvikudagskvöldið 9. mars kl. 20:30 í kjallara Seiglu.