HSÞ vantar aðstoð Þingeyinga!

0
142

Á næsta ári stendur til að halda upp á aldar-afmæli Héraðssambands Þingeyinga, með ýmsum hætti. Árið 2009 sameinuðust gömlu íþróttasamböndin tvö í Þingeyjarsýslum, Héraðssamband suður-Þingeyinga, HSÞ og Ungmennasamband norður-Þingeyinga, UNÞ. Stofnár þess eldra, árið 1914, ræður stofnári núverandi héraðssambands, segir í tilkynningu frá HSÞ.

HSÞ
HSÞ

Starfssvæði HSÞ í dag nær því allt frá Grenivík í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í tilefni aldar-afmælisins verður unnið í vetur m.a. við að taka saman sögu HSÞ og UNÞ, í máli og myndum, en einnig undirbúa minja-sýningu. Þess vegna leitum við til þín, kæri Þingeyingur hvar sem þú býrð, til þess að finna eitthvað gamalt og gott, eiginlega hvað sem er sem tengist gömlu héraðssamböndunum HSÞ eða UNÞ.
Sérstaklega er þó óskað eftir efni, upplýsingum og gögnum frá starfi UNÞ, t.d. ársskýrslum, fundargerðum, minnisblöðum, gripum og búningum.

 

Ef eitthvað finnst í skúffum eða í geymslu á háaloftinu eða í kjallaranum – endilega hafið þá samband við starfsmann HSÞ, Elínu Sigurborgu í síma 896-3107, eða komið við á skrifstofunni á miðvikudegi milli kl. 08:30 – 15:30.