HSÞ í 8. sæti á Landsmótinu á Selfossi

0
101

Keppni lauk á landsmóti UMFÍ á Selfossi síðdegis í gær. Keppendur HSÞ náðu prýðis góðum árangri því HSÞ endaði í 8. sæti af 25 félögum með 420,5 stig. HSK varð langefst með 3896 stig. UMSK varð í öðru sæti og ÍBR í því þriðja.

Þessir bikarar unnust æa landsmótinu.
Þessir bikarar unnu lið HSÞ á landsmótinu.

 

Staða efstu félaga á landsmótinu:

1 HSK Héraðssambandið Skarphéðinn             3896
2 UMSK Ungmennasamband Kjalarnesþings 1844
3 ÍBR Íþróttabandalag Reykjavíkur                   1152.5
4 ÍBA Íþróttabandalag Akureyrar                         851.5
5 UMFN Ungmennafélag Njarðvíkur                      646
6 Keflavík Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag 582
7 Fjölnir Ungmennafélagið Fjölnir                         456
8  HSÞ Héraðssamband Þingeyinga                      420.5

Hafnfirðingar, Eyfirðingar og Skagfirðingar koma svo í næstu sætum með nokkuð innan við 300 stig. Sjá heildarlistann hér

Skáksveit HSÞ vann yfirburðasigur.
Skáksveit HSÞ vann yfirburðasigur.
Sigur vannst í Mótokrossi
Sigur vannst í Mótokrossi.
Briddsveit HSÞ varð í 3. sæti.
Briddsveit HSÞ varð í 3. sæti.
Blaksveitir HSÞ urðu í 3. sæti bæði í karla og kvennaflokki.
Blaksveitir HSÞ urðu í 3. sæti bæði í karla og kvennaflokki.

 

HSÞ sendi nokkur öflug lið til keppni og höluðu skákmenn HSÞ inn 100 stigum fyrir félagið með yfirburðasigri. Blaksveitirnar og Briddsveitin urðu svo í þriðja sæti sem gaf 80 stig á lið. Mótokrosskeppendur höluðu líka inn helling af stigum fyrir HSÞ.

Á heimasíðu HSÞ  má skoða fleiri mynir frá Landsmótinu sem Halldóra Gunnarsdóttir tók.

Skák – Sveit A 100
Blak – Karlar 80
Bridds – Sveit A 80
Blak – Konur 80
Motocross – Kvennaflokkur 27
Motocross – Karlaflokkur 18
Starfsíþróttir – Stafsetning 13
Starfsíþróttir – Starfshlaup 8
Frjálsíþróttir 7
Starfsíþróttir – Pönnukökubakstur 5.5
Sund 2
Skotfimi – Haglabyssa skeet (úti) 0
Samtals 420.5 stig.

Myndirnar tók Halldóra Gunnarsdóttir.

Hér má skoða úrslit úr öllum greinum sem keppt var í á landsmótinu.