Hryssan Dalvör frá Stafni Danmerkurmeistari í gæðingakeppni

0
394

Danski knapinn Rebekka Louise Hyldgaard varð í gær Danmerkurmeistari í  gæðingakeppni á hryssuni Dalvör frá Stafni í Reykjadal. Dalvör, sem er 11 vetra og fædd árið 2007 var áður í eigu Snorra Kristjánssonar bóndi í Stafni í Reykjadal, fékk einkunina 8,38 sem dugði til sigurs í unglingaflokki.

Með þessum flotta árangri tryggði Rebekka sér sæti í danska landsliðinu sem tekur þátt í  Norðulandamóti Íslenska hestsins sem fram fer í Svíþjóð í ágúst.

Meðfylgjandi myndir eru af facebooksíðu Rebekku.

Rebekka Louise Hyldgaard