Hrútavinafélagið Örvar efnir til hópferðar á Hrútadaginn mikla

0
293

Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi efnir til rútuferðar á Hrútadaginn mikla á Raufarhöfn sem verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 4. október nk.

Hrútavinafélagið Örvar

 

Með í för verður sauðurinn Gorbi frá Brúnastöðum sem mun setjast að á forystufjársafninu á Svalbarði í Þistilfirði. Lagt verður upp frá Stað á Eyrarbakka fimmtudaginn 2. okt. n.k. klukkan 8 að morgni með viðkomu á Höfða í höfuðborginni. Frá þessu segir á vef Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Þar segir einnig að komið verið við á höfuðstöðum héraðanna á leiðinni og blásið til umræðu og hátíðahalda um sauðkindina og vitsmuni forystufjárins.

Þar á meðal á Hvanneyri, Bifröst, Staðarskála í Hrútafirði, Hvammstanga, Blönduósi, Sauðárkróki, Hólum í Hjaltadal, Hofi á Akureyri, Laufási, Húsavík, Kópaskeri, Raufarhöfn og Svalbarði í Þistilfirði og víðar.
Góðir leiðsögumenn verða með í ferðinni og margt gert sér til skemmtunar með fólkinu í landinu. Fararstjórar verða Guðni Ágústsson, Níels Árni Lund og Björn Ingi Bjarnason

Níels Árni Lund og Guðni Ágústsson við undirbúning Raufarhafnarferðarinnar. Mynd af vef Hrútavinafélagsins Örvars
Níels Árni Lund og Guðni Ágústsson við undirbúning Raufarhafnarferðarinnar. Mynd af vef Hrútavinafélagsins Örvars