Hrútar valin besta myndin í Serbíu

0
90

Kvikmyndin Hrútar var valin besta myndin á Evrópsku kvikmyndahátíðinni í Palic í Serbíu sem lýkur í dag. Grímur Hákonarson leikstjóri Hrúta og Grímar Jónsson framleiðandi myndarinnar voru gestir hátíðarinnar. Þetta eru fjórðu verðlaunin sem kvikmyndin Hrútar hefur fegnið frá því í maí. Frá þessu segir á klapptré.is 

Hrútar mynd

Aðsókn á kvikmyndina Hrúta hefur verið góð og jókst hún um 20% miðað við síðustu helgi. Það teljast nokkur tíðindi nú þegar myndin er á áttundu sýningarviku. Myndin er í fjórða sæti aðsóknarlistans en 569 sáu myndina um helgina og alls 944 í vikunni. Heildarfjöldi gesta nemur nú 17.386 manns.

klapptré.is