Hrútar tilnefnd til evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem mynd ársins

0
66

Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar er ein sex mynda sem tilnefnd er til evrópsku kvikmyndnaverðlaunanna sem verða afhent um miðjan næsta mánuð en tilnefningarnar voru kynntar á evrópsku kvikmyndahátíðinni í Sevilla á Spáni í morgun. Hrútar hefur nú þegar unnið til 13 verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Frá þessu er sagt á ruv.is í dag

Mynd af facebooksíðu EFA
Mynd af facebooksíðu EFA

Eftirtaldar myndir voru tilnefndar (í stafrófsröð)

A Pigeon Sat on a Branch Reflecting on Existence (Roy Andersson)
Mustang           (Deniz Gamze Ergüven)
Rams – Hrútar   (Grímur Hákonarson)
The Lobster    (Yorgos Lanthimos)
VICTORIA        (Sebastian Schipper)
Youth – La Giovinezza  (Paolo Sorrentino)

Hrútar er framlag Íslands til Óskarsverðlauna en þar etur hún kappi við kvikmyndir frá 81 landi um fimm tilnefningar.

 

Um miðjan næsta mánuð verður tilkynnt hvaða níu myndir eiga möguleika á tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. ruv.is