Hrútar – Ný stikla og plagat fyrir Ameríkumarkað

0
196

Kvikmyndin Hrútar hlaut þrenn verðlaun á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í borginni Valladolid á Spáni. Hrútar var valin besta myndin á hátíðinni og einnig deildi Grímur Hákonarson verðlaunum fyrir besta nýja leikstjórann með tyrkneska leikstjóranum Deniz Gamze Ergüven (Mustang). Þá hlaut myndin líka verðlaun æskunnar. Frá þessu segir á Klapptré.is

hrútar-bandarísk-plakat

 

Verðlaunasöfnun myndarinnar virðist engan endi ætla að taka en Hrútar hafa nú fengið alls níu verðlaun á kvikmyndahátíðum og alls óvíst að verðlaunasöfnun myndarinnar sé lokið.

This winter get sheepish – Vertu kindarlegur í vetur

Cohen Media Group í Ameríku sendi frá sér í dag “heimasmíðaða” útgáfu af stiklu og plakati Hrúta en myndin fer í almennar sýningar í Bandaríkjunum þann 3. febrúar næstkomandi. Stiklan er nokkuð lengri en sú upphaflega og svo virðist vera sem myndin sé markaðssett í USA sem gamanmynd frekar en drama.

 

Hér að neðan er svo stikla sem Ítalir gerðu – með ítölsku tali sem er áhugavert að hlusta á. klapptré.is